54. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. maí 2023 kl. 13:02


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 13:02
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:02
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:02
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:35
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:02
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 13:02
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:02

Ingibjörg Isaksen, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Bjarni Jónsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:02
Fundargerð 53. fundar var samþykkt.

2) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 13:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Karl Alvarsson frá Isavia.
Því næst fékk nefndin á sinn fund Auði Önnu Magnúsdóttur frá Landvernd.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá Isavia og Isavia innanlands um varaflugvelli vegna flugumferðar til og frá Keflavíkurflugvelli 2011-2022.

3) Önnur mál Kl. 14:05
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 14:19