58. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 23. maí 2023 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 09:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:22

Njáll Trausti Friðbertsson og Andrés Ingi Jónsson boðuðu forföll vegna þingstarfa erlendis.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Orri Páll Jóhannsson boðuðu forföll.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Frestað.

2) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Henríettu Kristjánsdóttur og Hlín Hólm frá Samgöngustofu og Jóhönnu Láru Guðbrandsdóttur og Ingileif Eyleifsdóttur frá Skattinum.

Þá fékk nefndin á sinn fund Valgerði Rún Benediktsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Aðalstein Óskarsson og Jóhönnu Ösp Einarsdóttur frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga og Einar E. Einarsson, Jóhönnu Harðardóttur og Sigfús Inga Sigfússon frá sveitarfélaginu Skagafirði. Tóku þau þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Að lokum fékk nefndin á sinn fund Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur og Daníel Arnar Magnússon frá Umhverfisstofnun og Albertínu Friðbjörgu Elíasdóttur frá SSNE, Samtökum sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra. Albertína Friðbjörg tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

3) 975. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:31
Nefndin samþykkti að Halla Signý Kristjánsdóttir yrði framsögumaður málsins.

Nefndin ræddi málið.

4) Önnur mál Kl. 10:33
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:39