63. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 2. júní 2023 kl. 09:03


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 09:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:03
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 10:10
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:28
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 10:04
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:03

Njáll Trausti Friðbertsson tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Bjarni Jónsson og Andrés Ingi Jónsson voru fjarverandi.

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:03.
Ingibjörg Isaksen vék af fundi kl. 11:06.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:03
Fundargerð 62. fundar var samþykkt.

2) 1052. mál - skipulagslög Kl. 09:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björgu Ástu Þórðardóttur og Árna Grétar Finnsson frá Samtökum iðnaðarins.

Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá innviðaráðuneytinu þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

3) 1028. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 09:51
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Unni Sverrisdóttur, Gísla Davíð Karlsson og Sverri Brynjar Berndsen frá Vinnumálastofnun. Tóku þau þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Þá fékk nefndin á sinn fund Hólmfríði Bjarnadóttur og Lísu Margréti Sigurðardóttur frá innviðaráðuneytinu og Bjarnheiði Gautadóttur og Ástu Margréti Sigurðardóttur frá félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu.

4) Beiðni Hvals hf. um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi. Kl. 11:43
Nefndin samþykkti að birta gögn sem henni bárust um málið frá matvælaráðuneytinu á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 11:44
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:47