64. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 6. júní 2023 kl. 08:32


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 08:32
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 08:32
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 08:32
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 08:32
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 08:32
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 08:32
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 08:32
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 08:32
Oddný G. Harðardóttir (OH) fyrir Þórunni Sveinbjarnardóttur (ÞSv), kl. 08:32
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 08:32

Bergþór Ólason tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Halla Signý Kristjánsdóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.

Þórunn Sveinbjarnardóttir mætti kl. 09:53 og vék þá Oddný G. Harðardóttir af fundi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:32
Fundargerð 63. fundar var samþykkt.

2) Áhrif breytinga á skipulagslögum á stöðuna á húsnæðismarkaði Kl. 08:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Inga Jóhannsson innviðaráðherra, Ingveldi Sæmundsdóttur aðstoðarmann ráðherra og Hermann Sæmundsson, Hólmfríði Bjarnadóttur og Hildi Dungal frá innviðaráðuneytinu.

3) 1028. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 09:34
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristján Sveinlaugsson og Guðmund Arason frá Framkvæmdasýslunni-Ríkiseignum.

4) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 10:26
Nefndin ræddi málið.

5) 589. mál - umferðarlög Kl. 10:31
Nefndin ræddi málið.

6) 1052. mál - skipulagslög Kl. 10:42
Nefndin ræddi málið.

7) 947. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 10:48
Nefndin ræddi málið.

8) 975. mál - vaktstöð siglinga Kl. 10:53
Nefndin ræddi málið.

9) Beiðni Hvals hf. um undanþágu frá kröfum um starfsleyfi. Kl. 11:00
Nefndin samþykkti að birta viðbótargögn sem henni bárust um málið frá matvælaráðuneytinu og gögn sem henni bárust frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

10) ETS losunarheimildir í flugi Kl. 11:01
Nefndin samþykkti að birta minnisblað frá utanríkisráðuneytinu um málið á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

11) Önnur mál Kl. 11:03
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:12