65. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, miðvikudaginn 7. júní 2023 kl. 19:01


Mætt:

Vilhjálmur Árnason (VilÁ) formaður, kl. 19:01
Bjarni Jónsson (BjarnJ) 2. varaformaður, kl. 19:01
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 19:01
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 19:01
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 19:01
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 19:01
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 19:01

Halla Signý Kristjánsdóttir boðaði forföll vegna þingstarfa erlendis.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 19:01
Fundargerð 64. fundar var samþykkt.

2) 941. mál - uppbygging og rekstur flugvalla og þjónusta við flugumferð Kl. 19:01
Tillaga formanns um að málið yrði afgreitt frá nefndinni var samþykkt af Vilhjálmi Árnasyni, Bjarna Jónssyni, Ingibjörgu Isaksen, Njáli Trausta Friðbertssyni, Orra Páli Jóhannssyni og Þórunni Sveinbjarnardóttur. Andrés Ingi Jónsson sat hjá við afgreiðsluna.

Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartillögu standa Vilhjálmur Árnason, Ingibjörg Isaksen, Bjarni Jónsson, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson og Halla Signý Kristjánsdóttir sem skrifar undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

Þórunn Sveinbjarnardóttir og Andrés Ingi Jónsson boðuðu sérálit.

3) ETS losunarheimildir í flugi Kl. 19:04
Nefndin samþykkti að birta minnisblað dags. 3. mars 2023 sem henni barst frá utanríkisráðuneytinu á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) Staða samgönguframkvæmda Kl. 19:05
Nefndin samþykkti að birta minnisblað sem henni barst frá Vegagerðinni um stöðu vegáætlunar 2023 og yfirlit um framkvæmdaáætlun Vegagerðarinnar fyrir árið 2023 á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) Önnur mál Kl. 19:07
Nefndin ræddi starfið framundan.
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 19:07