13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. nóvember 2023 kl. 09:06


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:06
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:12
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:06
Björgvin Jóhannesson (BJóh), kl. 09:06
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:06
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:06
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:06
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:06
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:06

Þórunn Sveinbjarnardóttir boðaði forföll.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Brynjar Páll Jóhannesson
Inga Skarphéðinsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:06
Fundargerð 12. fundar var samþykkt.

2) 205. mál - fjarskipti o.fl. Kl. 09:07
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hrafnkel V. Gíslason, Guðmund Arnar Sigmundsson, Kristjönu Torfadóttur og Björn Geirsson frá Fjarskiptastofu.

Þá komu á fund nefndarinnar Helgi Valberg Jensson og Jón F. Bjartmarz frá ríkislögreglustjóra.

3) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024--2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024--2028 Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árna Frey Stefánsson og Gyðu Mjöll Ingólfsdóttur frá innviðaráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 11:10
Nefndin ákvað að óska eftir upplýsingum frá rannsóknarþjónustu Alþingis. Nánar tiltekið óskaði nefndin eftir upplýsingum um efnistökuáform á hafsvæðinu milli Íslands og Noregs, m.a. yfirlit yfir forsögu málsins, stöðu þess innan norska Stórþingsins og mögulega framvindu þess.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:18