19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 09:08


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:08
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:08
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:08
Bergþór Ólason (BergÓ), kl. 09:16
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:08
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:08
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:08
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:08
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:08

Vilhjálmur Árnason og Orri Páll Jóhannsson boðuðu forföll.
Bergþór Ólason tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:08
Dagskrárlið frestað.

2) 315. mál - samgönguáætlun fyrir árin 2024–2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Björk Jakobsdóttur frá Isavia innanlandsflugvöllum ehf., Pál S. Pálsson frá Samgöngustofu, Valgerði B. Eggertsdóttur og Gyðu Mjöll Ingólfsdóttur frá innviðaráðuneyti og Ragnar Guðmundsson og Þorkel Ágústsson frá Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

3) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 10:12
Nefndin ræddi málið.

4) 182. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024–2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 10:16
Nefndin ræddi málið.

5) 462. mál - framkvæmd markaðskönnunar og undirbúningur útboðs á póstmarkaði Kl. 10:25
Dagskrárlið frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25