20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. nóvember 2023 kl. 13:03


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 13:03
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 14:20
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 13:07
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 13:03
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:03
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 13:03
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 13:15
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 13:03
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 13:03

Halla Signý Kristjánsdóttir og Ingibjörg Isaksen tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði skv. heimild í 1. mgr. 17. gr. þingskapa.

Orri Páll Jóhannsson boðaði forföll.

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 15:30.

Nefndarritarar:
Inga Skarphéðinsdóttir
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:03
Dagskrárlið frestað.

2) 450. mál - svæðisbundin flutningsjöfnun Kl. 13:03
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðna Geir Einarsson, Aðalstein Þorsteinsson og Árna Sverri Hafsteinsson frá innviðaráðuneytinu. Kynntu þeir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 478. mál - Jöfnunarsjóður sveitarfélaga Kl. 13:18
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðna Geir Einarsson, Aðalstein Þorsteinsson og Árna Sverri Hafsteinsson frá innviðaráðuneytinu. Kynntu þeir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 234. mál - stefnumótandi aðgerðir til eflingar þekkingarsamfélagi á Íslandi til ársins 2025 Kl. 14:43
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Árnason Hönnu Dóru Björnsdóttur frá Byggðastofnun. Þau tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

Kl. 15:00. Sigurjón Ingvason og Njörður Tómasson frá Fjarskiptastofu mættu á fundinn. Þeir tóku þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði.

5) 182. mál - stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2024–2038 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2024–2028 Kl. 14:50
Tillaga formanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að nefndaráliti standa allir viðstaddir nefndarmenn auk Orra Páls Jóhannssonar sem skrifar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.
Þórunn Sveinbjarnardóttir, Andrés Ingi Jónsson og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifa undir álitið með fyrirvara.

6) Skýrsla Ríkisendurskoðunar. Úrvinnslusjóður. Stjórnsýsluúttekt - skýrsla að beiðni Alþingis Kl. 14:54
Tillaga formanns um að afgreiða umsögn nefndarinnar til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Að umsögn nefndarinnar standa allir viðstaddir nefndarmenn auk Orra Páls Jóhannssonar sem skrifar undir umsögnina skv. heimild í 4. mgr. 28. gr. starfsreglna fastanefnda.

7) 82. mál - uppbygging Suðurfjarðavegar Kl. 14:57
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Tillaga um að Njáll Trausti Friðbertsson verði framsögumaður málsins var samþykkt.

8) 84. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 14:57
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Tillaga um að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins var samþykkt.

9) 73. mál - sveitarstjórnarlög Kl. 14:58
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Tillaga um að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins var samþykkt.

10) 462. mál - framkvæmd markaðskönnunar og undirbúningur útboðs á póstmarkaði Kl. 14:59
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með 2 vikna fresti.
Tillaga um að Vilhjálmur Árnason verði framsögumaður málsins var samþykkt.

11) Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (e. Emissions Trading System ? ETS) Kl. 15:50
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir upplýsingum frá fjármálaráðuneyti um tekjuspá vegna uppboðs á heimildum sem nær til staðbundins iðnaðar, sjóflutninga og flugs og forsendur hennar.

12) Önnur mál Kl. 15:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:51