33. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, þriðjudaginn 23. janúar 2024 kl. 09:30


Mætt:

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:33
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:33
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:33
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:33
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:33
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:33
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:33
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:33

Bjarni Jónsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Þórunn Sveinbjarnardóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:33
Dagskrárlið frestað.

2) 314. mál - tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi Kl. 09:33
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hildigunni Hafsteinsdóttur og Jón Kjartan Ágústsson frá Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, Sigurð Haraldsson, Hildi Bjarnadóttur, Lilju Grétarsdóttur og Önnu Maríu Elíasdóttur frá Hafnarfjarðarbæ, Auði Kristinsdóttur og Guðrúnu Eddu Finnbogadóttur frá Kópavogsbæ og Glóey Helgudóttur Finnsdóttur frá Reykjavíkurborg.

Þá komu á fund nefndar Gunnlaugur H. Sigurjónsson, Sveinn Björnsson og Gunnar Kr Ottóson frá Reykjanesbæ, Bragi Bjarnason og Rúnar Guðmundsson frá Sveitarfélaginu Árborg, Pétur Ingi Haraldsson frá Akureyrarbæ og Halla Marta Árnadóttir frá Akraneskaupstað.

Auk þess komu á fund nefndarinnar Kjartan Þór Ingason og Stefán Vilbergsson frá ÖBÍ réttindasamtökum og Jón Viðar Matthíasson frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

3) Beiðni um upplýsingar um endurskoðaða þingmálaskrá Kl. 11:16
Nefndin ákvað með vísan til 51. gr. þingskapa, að óska eftir upplýsingum frá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, innviðaráðuneyti og fjármála- og efnhagsráðuneyti um endurskoðaða þingmálaskrá.

4) Dreifing fjölpósts á landsbyggðinni Kl. 11:16
Nefndin samþykkti að birta gögn sem henni bárust um málið frá Íslandspósti ohf. á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

5) Viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir (e. Emissions Trading System - ETS) Kl. 11:17
Nefndin samþykkti að birta gögn sem henni bárust um málið frá fjármála- og efnahagsráðuneyti á vef, sbr. 2. málsl. 2. mgr. 35. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

6) Önnur mál Kl. 11:17
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:25