65. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, fimmtudaginn 16. maí 2024
kl. 09:00
Mætt:
Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 09:00Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (ÞorbG) 1. varaformaður, kl. 09:57
Vilhjálmur Árnason (VilÁ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Andrés Ingi Jónsson (AIJ), kl. 09:00
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 09:00
Ingibjörg Isaksen (IÓI), kl. 09:00
Jakob Frímann Magnússon (JFM), kl. 09:00
Njáll Trausti Friðbertsson (NTF), kl. 09:00
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:00
Þórunn Sveinbjarnardóttir (ÞSv), kl. 09:00
Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir
Bókað:
1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.
2) 942. mál - Orkusjóður Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ágúst Hjört Ingþórsson og Ægi Þór Þórsson frá RANNÍS.
3) 923. mál - umferðarlög Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Arnar Heimi Lárusson, Áslaugu Benediktsdóttur og Stefán Vilbergsson frá Öryrkjabandalagi Íslands.
Þá kom Erlendur S. Þorsteinsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna á fund nefndarinnar.
4) 689. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 10:10
Meiri hluti nefndar samþykkti tillögu formanns um afgreiðslu málsins frá nefndinni; Bjarni Jónsson, Ingibjörg Isaksen, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson og Orri Páll Jóhannsson.
Andrés Ingi Jónsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir sátu hjá.
Að nefndaráliti meiri hluta með breytingartilögu standa; Bjarni Jónsson, Ingibjörg Isaksen, Vilhjálmur Árnason, Halla Signý Kristjánsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Orri Páll Jóhannsson og Þórunn Sveinbjarnardóttir.
5) Önnur mál Kl. 10:14
Meiri hluti nefndar samþykkti tillögu formanns um að boða til aukafundar, föstudagsmorguninn 17. maí fyrir upphaf þingfundar.
Fundi slitið kl. 10:15