3. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. október 2011 kl. 09:03


Mættir:

Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn) fyrir GLG, kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:01
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:03
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Fjárhagsstaða sveitarfélaga. Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Elín Guðjónsdóttir frá Fjármálaráðuneytinu, Hermann Sæmundsson, Elín Pálsdóttir og Eiríkur Benónýsson frá Innanríkisráðuneytinu og Karl Björnsson og Gunnlaugur Júlíusson frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Fóru þau yfir fjárhagstöðu sveitarfélaga og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Samband íslenskra sveitarfélaga lagði fram minnisblað um aukaframlag Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og stefnumörkun sambandsins.

3) Losunarheimildir. Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar kom Hugi Ólafsson frá Umhverfisráðuneytinu. Fjallaði hann um loftslagsmál, stöðu Íslands gagnvart alþjóðasamningum og Evrópulöggjöf og svaraði spurningum nefndarmanna.

4) 13. mál - siglingaleiðir við norðan- og vestanvert Ísland Kl. 09:05
Nefndin samþykkti lista með umsagnaraðilum sem ÓÞ framsögumaður lagði fram. Umsagnarfrestur var ákveðin 2 vikur.

5) Önnur mál. Kl. 09:25
Fleira var ekki rætt.

AtlG og ÁJ voru fjarverandi.
ÞBack var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
RM var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.

Fundi slitið kl. 11:00