7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. nóvember 2011 kl. 10:05


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 10:00
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 10:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 10:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 10:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar Kl. 10:05
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar

2) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 10:10
Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Hermannsson og Rúnar Stefánsson frá innanríkisráðuneytinu og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni. Fóru þeir yfir þá þætti sem varða málefnasvið nefndarinnar í frumvarpi til fjárlaga 2012 og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 192. mál - fólksflutningar og farmflutningar á landi Kl. 10:35
Á fund nefndarinnar komu Þorsteinn Hermannsson og Rúnar Stefánsson frá innanríkisráðuneytinu og Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni.Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 10:50
Á fundinum voru lögð fram drög að nefndaráliti vegna máls 1 - frumvarp til fjárlaga.

5) EES- reglugerð 995/2010 Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneytinu. Fór hann yfir EES-reglugerð 995/2010 og svaraði spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 11:18
Nefndin ræddi mögulega dagskrárliði á næstu fundum hennar.
Fleira var ekki rætt.
MÁ og AtlG voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:26