13. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 30. nóvember 2011 kl. 09:02


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:49
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:02
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:28
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:22
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:02
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:02
Róbert Marshall (RM), kl. 09:02
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:02
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:02

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:02
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 13. mál - siglingaleiðir við norðan- og vestanvert Ísland Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Sigurður Örn Guðleifsson frá innanríkisráðuneytinu, Helgi Jóhannesson og Sverrir Konráðsson frá Siglingastofnun og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Fóru þeir yfir tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 225. mál - náttúruvernd Kl. 09:43
Á fund nefndarinnar komu Magnús Guðmundsson frá Landmælingum Íslands, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Sigvaldi Ásgeirsson frá Vesturlandsskógum, Aðalsteinn Sigurgeirsson frá Skógfræðingafélagi Íslands og Gústaf Adolf Skúlasson frá Samorku. Fóru þeir yfir frumvarið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 63. mál - náttúruvernd Kl. 11:06
Á fund nefndarinnar komu Gústaf Adolf Skúlasson frá Samorku og Guðmundur H. Guðmundsson frá Landvernd. Fóru þeir yfir tillöguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 11:30
Rætt var tillhögun næstu funda.
Fleira var ekki rætt.
ÁJ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 11:32