19. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 14. desember 2011 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:48
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:00
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:00

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:04
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt með smávægilegum breytingum til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 1. mál - fjárlög 2012 Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar kom Hrafnhildur Þorvaldsdóttir frá umhverfisráðuneytinu. Fór hún yfir verklag við úthlutun fjár til frjálsra félagasamtaka og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 364. mál - fjarskiptasjóður Kl. 09:49
Nefndin afgreiddi málið.
Að áliti meiri hluta nefndarinnar stóðu: GLG, ÓÞ, ÞBack, MÁ, RM og ÁsmD.
ÞSa áheyrnarfulltrúi var samþykkur áliti meiri hlutans.
BÁ var ekki samþykkur áliti meiri hlutans.

4) 362. mál - fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun Kl. 10:01
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

5) Drög að till. til þál. um línulagnir í jörðu. Kl. 10:13
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) Önnur mál. Kl. 10:16
Fleira var ekki rætt.
AtlG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.


Fundi slitið kl. 10:18