26. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 1. febrúar 2012 kl. 09:03


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:03
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:03
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:03
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:03
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:15
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:03
Róbert Marshall (RM), kl. 09:03
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:03

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð síðasta fundar. Kl. 09:03
Farið var yfir fundargerð síðasta fundar og hún samþykkt til birtingar á vef nefndarinnar.

2) Verndun og endurreisn svartfuglastofna. Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Kjartan Ingvarsson frá Umhverfisráðuneytinu, Sigurður Á Þráinsson frá starfshópi umhverfisráðherra um vernd og endurreisn svartfuglastofna, Guðbjörg Jóhannesdóttir frá Bændasamtökunum, Guðmundur A. Guðmundsson frá Náttúrufræðistofnun Íslands, Arne Sólmundsson frá Skotvís, Steinar R.B. Baldursson frá Umhverfisstofnun, Kristinn Haukur Skarphéðinsson frá nefnd um endurskoðun laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og spendýrum og Sigríður Auður Arnardóttir frá samningahópi ESB um veiðar á villtum fuglum. Fóru þau yfir greinargerð starfshópsins um vernd og endurreisn svartfuglastofna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Vaðlaheiðargöng. Kl. 10:47
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 225. mál - náttúruvernd Kl. 11:40
Dagskrárlið frestað.

5) 374. mál - varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum Kl. 11:45
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

6) 59. mál - upplýsingaréttur um umhverfismál Kl. 11:55
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

7) 362. mál - fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun Kl. 12:02
Dagskrárlið frestað.

8) Önnur mál. Kl. 12:05
Borin var upp sú tillaga að ÓÞ yrði framsögumaður í máli 372 í stað MÁ. Tillagan var samþykkt.
Ákveðið var að halda aukafund í nefndinni næstkomandi föstudag.
Fleira var ekki rætt.
ÞBack vék af fundi vegna annarra þingstarfa 11:44.
ÞSa og MÁ voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 12:10