42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. mars 2012 kl. 09:10


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:10
Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:10
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:21
Mörður Árnason (MÁ), kl. 11:12
Róbert Marshall (RM), kl. 09:17

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 11:15
Fundargerð síðasta fundar var samþykkt með smávægilegum breytingum til birtingar á vef nefndarinnar.

2) 349. mál - loftferðir Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Jón F. Bjartmarz frá ríkislögreglustjóra, Davíð Þorláksson frá Icelandair, Sigurður Ingi Jónsson og Reynir Þór Guðmundsson frá Flugmálafélagi Íslands, Kristján Sveinbjörnsson frá Svifflugfélagi Íslands, Ólafur Örn Jónsson og Jón Þór Þorvaldsson frá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna og Valgerður Guðmundsdóttir og Svana Margrét Davíðsdóttir frá innanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 375. mál - varnir gegn mengun hafs og stranda Kl. 11:10
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Gísli Gíslasson frá Hafnarsambandi Íslands. Fóru þeir yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 113. mál - greiðsluþátttaka ríkissjóðs vegna uppbyggingar Helguvíkurhafnar Kl. 11:00
Borin var upp sú tillaga að ÁJ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) 598. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 11:02
Borin var upp sú tillaga að ÞBack yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

6) 562. mál - aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun Kl. 11:04
Borin var upp sú tillaga að GLG yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

7) 538. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:06
Nefndin ræddi fyrirhugaða málsmeðferð.

8) 539. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:08
Nefndin ræddi fyrirhugaða málsmeðferð.

9) 540. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 11:09
Nefndin ræddi fyrirhugaða málsmeðferð.

10) Önnur mál. Kl. 11:37
Fleira var ekki rætt.
ÞBack og AtlG voru fjarverandi vegna veikinda.
ÓÞ var fjarverandi.


Fundi slitið kl. 11:37