44. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 26. mars 2012 kl. 10:15


Mættir:

Atli Gíslason (AtlG), kl. 10:15
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:27
Mörður Árnason (MÁ), kl. 10:15
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 10:15
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 10:15

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir síðustu funda. Kl. 10:15
Dagskrárlið frestað.

2) 538. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 65/2009 um breytingu á XIII. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:17
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneytinu og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 539. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 85/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:26
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneytinu og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 540. mál - ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 121/2011 um breytingu á XX. viðauka við EES-samninginn Kl. 10:36
Á fund nefndarinnar kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfisráðuneytinu og Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir frá utanríkisráðuneytinu. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 375. mál - varnir gegn mengun hafs og stranda Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar komu Dagmar Sigurðardóttir og Ásgrímur L. Ásgrímsson frá Landhelgisgæslunni, Árný Sigurðardóttir og Kristín Lóa Ólafsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Baldur Bjartmarsson og Hermann Guðjónsson frá Siglingastofnun og Kjartan Ingvarsson og Sigurbjörg Sæmundsdóttir frá Umhverfisráðuneytinu. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 11:56
Fleira var ekki rætt.
GLG var fjarverandi vegna persónulegra aðstæðna.
ÁJ og RM voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÁsmD var fjarverandi.
BÁ vék af fundi kl. 11:36 vegna annarra þingstarfa.
AtlG vék af fundi kl. 11:15 vegna persónulegra aðstæðna.

Fundi slitið kl. 11:56