48. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 09:01


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:13
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:01
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:23
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:36
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:01
Róbert Marshall (RM), kl. 09:21
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:01
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:08

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) 562. mál - aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun Kl. 09:03
Á fund nefndarinnar komu Hildigunnur Hafsteinsdóttir og Þuríður Hjartardóttir frá neytendasamtökunum, Lárus Ólafsson frá samtökum verslunar og þjónustu og Tryggvi Þorsteinsson og Halla Garðarsdóttir frá Íslandspósti.

2) 362. mál - fjarskipti og Póst- og fjarskiptastofnun Kl. 09:23
Meiri hluti nefndarinnar afgreiddi álit sitt í málinu.
Að álitinu standa, GLG, ÓÞ, ÞBack, RM og AtlG.

3) 349. mál - loftferðir Kl. 10:10
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið.

4) 635. mál - framkvæmdaátak í vegamálum á árunum 2012--2013 Kl. 10:21
Borin var upp sú tillaga að BÁ yrði framsögumaður málsins. Það var samþykkt.

5) Önnur mál. Kl. 10:31
Fleira var ekki rætt.
ÁJ var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
MÁ var fjarverandi.

Fundi slitið kl. 10:31