56. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 14. maí 2012 kl. 09:11


Mættir:

Árni Johnsen (ÁJ), kl. 09:11
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:07
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:11
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:11
Róbert Marshall (RM), kl. 09:28
Vigdís Hauksdóttir (VigH) fyrir ÁsmD, kl. 10:44
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:11
Þuríður Backman (ÞBack), kl. 09:11

Nefndarritari: Kristín Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:11
Farið var yfir fundargerðir síðustu sex funda og þær samþykktar til birtinga án athugasemda.

2) 751. mál - loftslagsmál Kl. 09:13
Á fund nefndarinnar komu Hilda Guðný Svavarsdóttir og Kristján Geirsson frá Umhverfisstofnun, Jóhanna Helga Halldórsdóttir og Sveinn V. Ólafsson frá Flugmálastjórn, Einar Einarsson og Marteinn Jónsson frá Steinull hf., Björn Ármann Ólafsson og Björn B. Jónsson frá félagi skógarbænda á Austurlandi, Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarins, Þorsteinn Víglundsson frá Samál og Rafn Jónsson og Almar Sigurjónsson frá Félagi íslenskra fiskimjölsframleiðanda. Fóru þau yfir frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 80. mál - aðgengi að hverasvæðinu við Geysi Kl. 11:18
Nefndin ræddi málsmeðferð þingsályktunartillögunar.

4) Önnur mál. Kl. 11:24
GLG var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.
AtlG var fjarverandi.
ÓÞ vék af fundi kl. 10:34 vegna annarra þingstarfa.
RM vék af fundi kl. 10:58 vegna annarra þingstarfa.
ÞSa vék af fundi kl. 11:04 vegna annarra þingstarfa.
Nefndin ræddi sameiginlega fundi með atvinnuveganefnd vegna máls. 727, tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða.
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 11:31