1. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. september 2012 kl. 09:00


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:00
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:08
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:00
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:10
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) EES-mál. Kl. 09:15
Á fundinn kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og gerði grein fyrir helstu atriðum tilskipana og reglugerðar sem vísað var til nefndar. Hann svaraði einnig spurningum nefndarmanna.

2) 88. mál - efnalög Kl. 09:57
Á fundinn kom Kjartan Ingvarsson frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og gerði grein fyrir helstu atriðum frumvarps til efnalaga og svaraði spurningum nefmdarmanna. Borin var upp sú tillaga að GLG yrði framsögumaður málsins og var sú tillaga samþykkt.

3) 87. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:35
Á fundinn komu Íris Bjargmundsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Erna Hrönn Geirsdóttir, Jakob Gunnarsson og Rut Kristinsdóttir frá Skipulagstofnun og gerðu grein fyrir helstu breytingum frumvarpsins. Þau svöruðu einnig spurningum nefndarmanna. Nefndin var samþykk því að veita umsagnaraðilum tveggja vikna frest til að koma að frekari umsögnum um málið. Borin var upp sú tillaga að ÓÞ yrði framsögumaður málsins og var sú tillaga samþykkt.

4) 44. mál - aðgerðir til að efla og auðvelda póstverslun Kl. 10:25
Nefndin samþykkti að afgreiða málið úr nefnd með nefndaráliti.

5) Önnur mál. Kl. 11:16
Fleira var ekki gert.

ÁI, ÁJ, ÁsmD og BÁ voru fjarverandi.
RM vék af fundi kl. 11:07.


Fundi slitið kl. 11:22