4. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 10. október 2012 kl. 09:04


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:04
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:06
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:04
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:04

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 09:06
Nefndin fékk á sinn fund Steinar Friðgeirsson og Tryggva Þór Haraldsson frá RARIK, Magnús Kristjánsson frá Orkusölunni, Gústaf A. Skúlason frá Samorku, Guðmund Inga Jónsson og Guðmund Valsson frá Suðurorku. Gestirnir kynntu afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:41 fékk nefndin á sinn fund Dofra Hermannsson, fulltrúa Græna netsins, Guðfinn Jakobsson, fulltrúa Sólar á Suðurlandi, Björn Pálsson, Jóhannes Ágústsson, Guðrúnu Ásmundsdóttur og Helenu Mjöll Jóhannsdóttur, fulltrúa Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands, Ingibjörgu Eiríksdóttur, fulltrúa Eldvatna og Einar Ó. Þorleifsson, fulltrúa Náttúruvaktarinnar. Þau gerðu grein fyrir afstöðu sinni til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál. Kl. 11:53
Fleira var ekki rætt.

ÓÞ, ÁJ, og ÁsmD voru fjarverandi.
RM og AtlG voru fjarverandi vegna veikinda.
ÞS vék af fundi kl. 11:04 til kl. 11:49.
BÁ vék af fundi kl. 10:41 til kl. 10:54.
MÁ vék af fundi kl. 11:45.

Fundi slitið kl. 11:53