5. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. október 2012 kl. 09:07


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:07
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:07
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:07
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:35
Kristján L. Möller (KLM), kl. 09:43
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:07
Róbert Marshall (RM), kl. 09:07
Þór Saari (ÞSa), kl. 09:07

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Ólafur Darri Andrason frá Alþýðusambandi Íslands og Ingibjörg Elsa Björnsdóttir frá Náttúruverndarsamtökum Suðurlands. Þau gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Kl. 10:07 komu Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Anna G. Sverrisdóttir, Kjartan Ólafsson, Guðni A. Jóhannesson, formenn faghópa verkefnisstjórnar rammaáætlunar, Svanfríður Jónasdóttir, formaður verkefnisstjórnar 2. áfanga rammaáætlunar og Sveinbjörn Björnsson, formaður verkefnisstjórnar 1. áfanga rammaáætlunar, á fund nefndarinnar og gerðu grein fyrir sjónarmiðum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Önnur mál. Kl. 12:09
Fleira var ekki rætt.

ÁJ var fjarverandi.
ÁsmD og ÓÞ voru fjarverandi vegna annarra þingstarfa.

Fundi slitið kl. 12:09