7. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 17. október 2012 kl. 09:53


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:53
Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) fyrir ÓÞ, kl. 09:53
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:53
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:53
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 11:05
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:53
Róbert Marshall (RM), kl. 09:53

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:54
Fundargerðir samþykktar athugasemdalaust.

2) Kynning á rafrænu nefndarstarfi. Kl. 09:55
Nefndin fékk á sinn fund Sigrúnu Brynju Einarsdóttur, forstöðumann nefndasviðs Alþingis, og Þorbjörgu Árnadóttur, deildarstjóra tölvudeildar, þjónustu og rekstrarsviðs Alþingis. Þær kynntu fyrir nefndinni kosti rafræns nefndarstarfs og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning þingmála. Kl. 10:15
Nefndin fékk á sinn fund Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, Ragnhildi Hjaltadóttur, ráðuneytisstjóra innanríkisráðuneytisins, og Sigurberg Björnsson, skrifstofustjóra í innanríkisráðuneytinu. Gestir kynntu þingmál frá ráðuneytinu á yfirstandandi þingi og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 87. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:55
Nefndin fékk á sinn fund Guðjón Bragason, sviðsstjóra hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Bryndísi Skúladóttur, fulltrúa Samtaka iðnaðarins, Jón Helgason, Stefán Erlendsson og Ernu Báru Hreinsdóttur, fulltrúa Vegagerðarinnar, og Aðalbjörgu Birnu Guttormsdóttur, deildarstjóra hjá Umhverfisstofnun. Gestir ræddu sín sjónarmið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 11:50
Fleira var ekki rætt.

ÁsmD vék af af fundi kl. 10:53.
AtlG vék af fundi kl. 11:22.


Fundi slitið kl. 11:58