8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 19. október 2012 kl. 09:05


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:05
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:17
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:32
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Vigdís Hauksdóttir (VigH), kl. 09:05

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) 89. mál - vernd og orkunýting landsvæða Kl. 09:05
Fundurinn var haldinn sameiginlega með atvinnuveganefnd. Nefndirnar fengu á sinn fund Magnús Baldursson og Júlíus Karlsson frá Félagi ráðgjafarverkfræðinga, Gísla Hauksson og Ásgeir Jónsson frá GAMMA, Kristinn Andersen og Árna B. Björnsson frá Verkfræðingafélagi Íslands, Daða Má Kristóferson frá Háskóla Íslands og Kristínu Haraldsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík. Gestirnir kynntu sína afstöðu, svöruðu spurningum nefndamanna og véku svo af fundi.

Einnig fengu nefndirnar á sinn fund Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Bjarna Má Gylfason og Bryndísi Skúladóttur frá Samtökum iðnaðarins, Þorstein Víglundsson frá Samtökum álframleiðenda, Gunnar V. Sveinsson og Önnu G. Sverrisdóttur frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Elínu Sigurveigu Sigurðardóttur frá íslenskum fjallaleiðsögumönnum. Gestirnir kynntu sína afstöðu, svöruðu spurningum nefndamanna og véku svo af fundi.

Jafnframt fengu nefndirnar á sinn fund Hafdísi Hafliðadóttur, Rut Kristinsdóttur og Ernu Hrönn Geirsdóttur frá Skipulagsstofnun, Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur frá Háskólanum í Reykjavík, Jón G. Ottósson, Trausta Baldursson og Kristján Jónasson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

Hlé var gert á fundi á milli kl. 12:00 og 13:12.

Kl. 13:12 var fundur settur á ný. Þá voru mættir á fundinn GLG, RM, ÁI og MÁ. Nefndirnar fengu á sinn fund Friðrik Dag Arnarson, Björgu Evu Erlendsdóttur og Stefán Arnórsson. Gestirnir kynntu sína afstöðu, svöruðu spurningum nefndamanna og véku af fundi.

Að lokum komu fyrir nefndirnar Hjörleifur Guttormsson, Inga Sigrún Atladóttir, Snorri Páll Snorrason og Reynir Ingibjartsson. Gestirnir kynntu sína afstöðu, svöruðu spurningum nefndamanna og véku af fundi.


2) Önnur mál. Kl. 15:39
Fleira var ekki rætt.

VH vék af fundi 10:06.
BÁ vék af fundi 10:56.

KLM, EKG, JónG, JRG, LRM, SIJ og ÞSa úr atvinnuveganefnd voru fjarverandi.
ArnaL, AtlG, ÁJ, og ÁsmD voru fjarverandi.


Fundi slitið kl. 15:39