9. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. október 2012 kl. 09:52


Mættir:

Arna Lára Jónsdóttir (ArnaJ) fyrir ÓÞ, kl. 10:05
Atli Gíslason (AtlG), kl. 09:52
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 09:52
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:52
Róbert Marshall (RM), kl. 09:52

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:52
Frestað.

2) EES-mál. Kl. 10:05
Mál voru afgreidd úr nefnd með meirihlutaálitum. Að þeim stóðu GLG, ArnaJ, RM, MÁ og ÁI.

3) Erindi til nefndarinnar. Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um erindi sem henni hafa borist.

4) 120. mál - miðstöð innanlandsflugs Kl. 10:08
BÁ var skipaður framsögumaður málsins.

5) 46. mál - vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum Kl. 10:10
RM var skipaður framsögumaður málsins.

6) 191. mál - lagning heilsársvegar í Árneshrepp Kl. 10:15
AtlG skipaður framsögumaður málsins.

7) 87. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Gísli Gíslason frá Hafnasambandi Íslands, Stella Hrönn Jóhannsdóttir frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, og Hermann Guðjónsson og Sigurður Áss Grétarsson frá Siglingastofnun. Gestirnir skýrðu frá afstöðu sinni og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 179. mál - umferðarlög Kl. 11:05
Á fund nefndarinnar komu Haraldur Þórarinsson og Halldór H. Halldórsson frá Landssambandi hestamannafélaga og Guðbrandur Bogason, Guðmundur Ágústsson og Jón Haukur Edwald frá Ökukennarafélagi Íslands. Gestirnir kynntu afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

9) Önnur mál. Kl. 11:41
Fleira var ekki rætt.

ÁJ, ÁsmD, og BÁ voru fjarverandi.
GLG var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
MÁ vék af fundi kl. 10:00 til kl. 11:00.

Fundi slitið kl. 11:50