12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 1. nóvember 2012 kl. 13:33


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 13:33
Atli Gíslason (AtlG), kl. 13:33
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 13:33
Mörður Árnason (MÁ), kl. 15:35
Þór Saari (ÞSa), kl. 13:33

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 13:33
Dagskrárlið var frestað.

2) 87. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 13:35
Á fundinn kom Gústaf A. Skúlason frá Samorku og skýrði frá umsögn um frumvarpið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 88. mál - efnalög Kl. 13:50
Á fundinn komu Jóhanna Guðbjartsdóttir og Steinþór Þorsteinsson frá Tollstjóranum, Eyjólfur Sæmundsson og Björn Þór Rögnvaldsson frá Vinnueftirlitinu og Bjarni Jónsson frá Bændasamtökum Íslands/Sambandi garðyrkjubænda. Gestirnir gerðu grein fyrir sínum umsögnum um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Kjalvegskynning. Kl. 14:34
Fyrir nefndina komu Gunnar Guðjónsson frá Hveravöllum, Herbert Hauksson, og Páll Gíslason frá Fannborg ehf. Gestirnir kynntu áhyggjur sínar af ástandi Kjalvegs, lögðu fram tillögur til úrbóta og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 179. mál - umferðarlög Kl. 15:03
Á fund nefndarinnar komu Kristján Ólafur Guðnason, Guðbrandur Sigurðsson og Stefán Eiríksson frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kolbrún Benediktsdóttir frá ríkissaksóknara, Ágúst Mogensen og Sævar Helgi Lárusson frá Rannsóknarnefnd umferðarslysa, Árni Davíðsson, Morten Lange, og Páll Guðjónsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Stefán Erlendsson frá Vegagerðinni, Vilhjálmur K. Karlsson og Ingunn ólafsdóttir frá Isavia, Jón Baldursson og Lilja Sigrún Jónsdóttir frá embætti landlæknis og Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands. Gestirnir kynntu sínar umsagnir um frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Önnur mál. Kl. 16:34
Fleira var ekki rætt.

BÁ vék af fundi kl. 14:45-15:10.
MÁ vék af fundi kl. 15:56.
ArnaJ boðaði forföll.
ÁI var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
ÁJ, ÁsmD og RM voru fjarverandi.

Fundi slitið kl. 16:34