20. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 21. nóvember 2012 kl. 09:07


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 09:07
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 09:54
Mörður Árnason (MÁ), kl. 09:07
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 09:11
Róbert Marshall (RM), kl. 09:26

ÁI, AtlG og ÞSa boðuðu forföll.
BÁ og ÁJ voru fjarverandi.

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:07
Fyrir fundinn voru lögð drög að fundargerðum 18. og 19. funda nefndarinnar. Afgreiðslu var frestað.

2) Málefni Landverndar. Kl. 09:15
Á fund nefndarinnar kom Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd. Guðmundur kynnti nefndinni málefni Landverndar og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 381. mál - loftslagsmál Kl. 09:47
Á fund nefndarinnar komu Glóey Finnsdóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og Bergþór Magnússon frá utanríkisráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni þingmálið og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

4) Jarðstrengjanefnd. Kl. 10:14
Á fund nefndarinnar kom Gunnar Svavarsson frá Jarðstrengjanefnd. Gunnar kynnti starf Jarðstrengjanefndar og svaraði spurningum nefndarmanna að því loknu.

5) Tengsl almannavarna/áhættumats og skipulagsmála. Kl. 10:46
Á fund nefndarinnar komu Víðir Reynisson frá Ríkislögreglustjóra, Stefán Thors frá Skipulagsstofnun og Anna Ingólfsdóttir og Örn Sigurðsson frá Samtökum um Betri byggð. Gestirnir og nefndin ræddu tengsl almannavarna og áhættumats við skipulagsmál.

6) 84. mál - breytt framtíðarskipan refaveiða á Íslandi Kl. 11:42
Lögð var fram tillaga um að ÁED yrði tilnefndur framsögumaður málsins. Afgreiðslu frestað.

7) Önnur mál. Kl. 11:44
ÁED lagði fram beiðni um umræðu um fjárhagsstöðu sveitarfélaga í samhengi við afgreiðslu frumvarps til fjárlaga.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 11:46