22. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 141. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 27. nóvember 2012 kl. 15:20


Mættir:

Guðfríður Lilja Grétarsdóttir (GLG) formaður, kl. 15:20
Atli Gíslason (AtlG), kl. 15:20
Álfheiður Ingadóttir (ÁI), kl. 15:20
Ásmundur Einar Daðason (ÁsmD), kl. 15:20
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 15:20
Mörður Árnason (MÁ), kl. 15:20
Ólína Þorvarðardóttir (ÓÞ), kl. 15:20
Róbert Marshall (RM), kl. 15:30

MÁ vék af fundi kl. 15:31 -15:53.
RM vék af fundi kl. 15:50.
BÁ vék af fundi kl. 15:56.
ÁsmD vék af fundi kl. 16:26.
ÁI vék af fundi kl. 17:40.
ÓÞ vék af fundi kl. 17:52.

ÁJ og ÞSa voru fjarverandi.

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 15:20
Drög að fundargerðum 18., 19. og 20. fundar voru samþykkt athugasemdalaust.

2) 179. mál - umferðarlög Kl. 15:26
Nefndin fékk á sinn fund Guðmund Kára Kárason frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og Ólaf W. Stefánsson. Þeir kynntu umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna. Nefndin fékk einnig á sinn fund Katrínu Þórðardóttur frá innanríkisráðuneytinu sem svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 131. mál - rannsókn samgönguslysa Kl. 16:26
Nefndin fékk á sinn fund Friðrik Friðriksson frá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, Jón A. Ingólfsson og Inga Tryggvason frá Rannsóknarnefnd sjóslysa, Ragnar Guðmundsson, Sigurð Líndal og Þorkel Ágústsson frá Rannsóknarnefnd flugslysa og Halldór A. Guðmundsson frá VM -félagi vélstjóra og málmtæknimanna. Gestirnir ræddu athugasemdir sínar við frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 415. mál - stjórnarskipunarlög Kl. 17:14
Nefndin fékk á sinn fund Oddnýju Mjöll Arnardóttur og Hafstein Þór Hauksson frá Háskóla Íslands og Pál Þórhallsson frá forsætisráðuneytinu. Gestirnir svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál. Kl. 17:08
Nefndin samþykkkti að senda utanríkismálanefnd beiðni um umsögn í máli 381 um loftlagsmál.
Fleira var ekki rætt.

Fundi slitið kl. 18:24