6. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 13. nóvember 2013 kl. 09:15


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:23
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:23
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:52
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:23
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:23
Róbert Marshall (RM), kl. 09:29
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:23

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BirgJ var fjarverandi.

KaJúl stjórnaði fundi í fjarveru formanns og HE tók við fundarstjórn kl. 11:00.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:23
Fundargerðir 4. og 5. fundar voru samþykktar athugasemdalaust.

2) 61. mál - byggingarvörur Kl. 09:56
Pétur Reimarsson frá Samtökum atvinnulífsins, Ferdinand Hansen frá Samtökum iðnaðarins, Eiríkur Rögnvaldsson frá Íslenskri málnefnd og Óskar Örn Jónsson frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands komu á fund nefndarinnar og ræddu sínar umsagnir. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Kynning ályktana 58. Fjórðungsþings Vestfirðinga. Kl. 10:21
Aðalsteinn Óskarsson og Sigurður Pétursson frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga komu á fund nefndarinnar, kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 95. mál - hollustuhættir og mengunarvarnir Kl. 11:09
Sigurbjörg Sæmundsdóttir og Íris Bjargmundsdóttir frá Umhverfis og auðlindaráðuneytinu mættu á fund nefndarinnar, kynntu frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Önnur mál Kl. 11:53
Annað var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00