8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 18. nóvember 2013 kl. 09:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:43
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:43
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:43
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 09:55
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:43
Róbert Marshall (RM), kl. 09:43
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:43

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BÁ og BN voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:30
Fundargerð 7. fundar var samþykkt athugasemdalaust.

2) Súrnun sjávar - fræðslufundur. Kl. 09:30
Jón Ólafsson frá Jarðvísindadeild Háskóla Íslands og Hafrannsóknarstofnun og Helgi Jensson frá Umhverfisstofnun mættu á fund nefndarinnar, kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 10:47
Formaður lagði til að HE yrði gerður framsögumaður í máli 17 um uppbyggða vegi á hálendinu og VilhjÁ að máli 152 um sveitarstjórnarlög og það var samþykkt athugasemdalaust.

Annað var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:30