11. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 22. nóvember 2013 kl. 10:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:02
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:14
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:02
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:02
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:02
Róbert Marshall (RM), kl. 10:02
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:02

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BirgJ var fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 10:00
Fundargerðir 7., 8. og 9. fundar voru samþykktar athugasemdalaust.

2) Efni úr Vaðlaheiðargöngum Kl. 10:02
Sigurbergur Björnsson og Friðfinnur Skaftason frá Innanríkisráðuneytinu, Björn Óli Hauksson og Elín Árnadóttir frá ISAVIA og Valgeir Bergmann Magnússon, Huginn Freyr Þorsteinsson og Pétur Þór Jónasson frá Stjórn Vaðlaheiðarganga mættu á fund nefndarinnar, ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Samgöngumál Seyðisfjarðar Kl. 11:00
Nefndin fékk á sinn fund Arnbjörgu Sveinsdóttur, Vilhjálm Jónsson, Margréti Guðjónsdóttur, Daníel Björnsson og Þorvald Jóhannsson. Þau ræddu samgöngumál á Seyðisfirði og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:58
Formaður lagði til að umsagnarbeiðnir yrðu sendar út í máli 167 um náttúruvernd og tveggja vikna frestur veittur. Það var samþykkt athugasemdalaust.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00