25. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 24. janúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:20
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:05
Guðbjartur Hannesson (GuðbH) fyrir KaJúl, kl. 09:05
Oddgeir Ágúst Ottesen (OddO) fyrir VilÁ, kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:07
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir KJak, kl. 09:05

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

JÞÓ var fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerðir Kl. 09:00
Fundargerðir seinustu tveggja funda voru samþykktar athugasemdalaust.

2) 167. mál - náttúruvernd Kl. 11:15
Á fund nefndarinnar mættu Elías Blöndal frá Bændasamtökum Íslands, Sigurður Eyþórsson frá Landssamtökum sauðfjárbænda, Aagot Óskarsdóttir, Jón Gunnar Ottósson, Hilmar Malmquist og Þóra Ellen Þórhallsdóttir. Gestirnir ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Flutningaskipið Just Mariiam Kl. 11:16
Á fund nefndarinnar mættu Kristín Linda Árnadóttir, Agnar Bragi Bragason, Guðmundur Bjarki Ingvarsson og Níels Br. Jónsson frá Umhverfisstofnun, Þór Kristjánsson frá Samgöngustofu, Jón H. Snorrason og Karl Vilbergsson frá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Karen Bragadóttir frá Tollstjóra, Guðmundur H. Einarsson frá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Garðabæjar og Kópavogs og Garðar Jóhannsson frá Nesskipum. Helga Hreinsdóttir frá Heilbrigðiseftirlit Austurlands var á símafundi. Gestirnir ræddu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:23
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00