31. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. febrúar 2014 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:09
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:09
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:09
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:09
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:09
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

BÁ og JÞÓ voru fjarverandi.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:49
Fundargerð 30. fundar var samþykkt athugasemdalaust.

2) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 10:11
Á fund nefndarinnar mættu Magnús Þór Kristjánsson og Páll Gunnar Pálsson frá Samkeppniseftirlitinu. Gestirnir fóru yfir umsögn sína og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 17. mál - uppbyggðir vegir um hálendið Kl. 10:12
Á fund nefndarinnar mættu Gunnar Valur Sveinsson og Helga Árnadóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ásborg Arnþórsdóttir, Kjartan Ólafsson frá STERNA - hópferðabifreiðar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson frá Landvernd, Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins, Aðalbjörg Birna Guttormsdóttir frá Umhverfisstofnun, Eiríkur Bjarnason frá Vegagerðinni, Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun, Guðmundur Ingi Ásmundsson frá Landsneti, og Trausti Valsson frá Háskóla Íslands. Einnig voru Jón Pálsson frá Austurbrú og Þóroddur Bjarnaon frá Háskólanum á Akureyri á símafundi. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 214. mál - loftslagsmál Kl. 11:40
Nefndin afgreiddi málið án athugasemda. Samþykkir afgreiðslu voru allir viðstaddir.

5) 167. mál - náttúruvernd Kl. 11:42
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 11:42
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00