34. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2014 kl. 09:11


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:13
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:13
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:13
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:13
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:13
Róbert Marshall (RM), kl. 09:13
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:13

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Jón Þór Ólafsson og Birgir Ármannson voru fjarverandi.

Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 09:44.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:19
Dagskrárlið var frestað.

2) 234. mál - hafnalög Kl. 09:19
Á fund nefndarinnar mættu Valur Rafn Halldórsson og Már Sveinbjörnsson frá Hafnasambandi Íslands, Sigurður Kristmundsson og Róbert Ragnarsson frá Grindavíkurbæ, Sigurður Pétursson og Höskuldur Steinsson frá Landssambandi fiskeldisstöðva. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 122. mál - landsnet ferðaleiða Kl. 09:22
Dagskrárlið var frestað.

4) 96. mál - myglusveppur og tjón af völdum hans Kl. 10:03
Dagskrárlið var frestað.

5) Önnur mál Kl. 10:03
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00