40. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. mars 2014 kl. 10:30


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:36
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 10:36
Brynjar Níelsson (BN), kl. 10:36
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:36
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 10:36
Róbert Marshall (RM), kl. 10:36
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:55

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Höskuldur Þórhallsson var fjarverandi vegna þingstarfa erlendis.

Katrín Júlíusdóttir stýrði fundi þar til hún vék af fundi kl. 11:30. Þá tók Haraldur Einarsson við fundarstjórn.

Birgir Ármannsson var fjarverandi.

Brynjar Níelsson vék af fundi kl. 11:10.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 11:25.

Bókað:

1) Fundargerðir.


2) 221. mál - siglingavernd o.fl. Kl. 10:53
Á fund nefndarinnar mættu Þórður Sveinsson og Hörður Helgi Helgason frá Persónuvernd, Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ægir Steinn Sveinþórsson frá félagi skipstjórnarmanna og Hrafnhildur Stefánsdóttir frá Samtökum atvinnulífsins. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 11:50
Frestað.

4) Önnur mál Kl. 11:51
Bókuð var tillaga Katrínar Jakobsdóttur þess efnis að atvinnuveganefnd yrði send ósk um að umhverfis- og samgöngunefnd yrði veittur kostur á að veita umsögn í máli 60 um raflínur í jörð. Sú tillaga var samþykkt einróma af nefndinni.

Fundi slitið kl. 12:00