42. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. mars 2014 kl. 09:09


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:09
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:09
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:09
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:32
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir RM, kl. 09:09
Brynjar Níelsson (BN), kl. 09:09
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:25
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:09
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:09

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

VilÁ vék af fundi kl. 10:18.
HE vék af fundi kl. 11:18.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Frestað.

2) Samgönguáætlun. Kl. 09:27
Á fund nefndarinnar mættu Birna Lárusdóttir, Ásta Þorleifsdóttir, Hreinn Haraldsson, Björn Óli Hauksson og Halla frá Samgönguráði. Gestir kynntu vinnu við samgönguáætlun 2015-2026 og svöruðu spurinngum nefndarmanna.

3) 221. mál - siglingavernd o.fl. Kl. 10:16
Formaður lagði til að Brynjar Níelsson yrði skipaður framsögumaður málsins sem var samþykkt athugasemdalaust. Á fund nefndarinnar mættu Svana Margrét Davíðsdóttir, Jón F. Bjartmarz og Thelma Clausen Guðjónsdóttir frá Ríkislögreglustjóra og Stefán Alfreðsson og Reynir Sigurðsson frá Samgöngustofu. Gestir svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 60. mál - raflínur í jörð Kl. 11:42
Á fund nefndarinnnar mættu Ingvi Már Pálsson og Erla Sigríður Gestsdóttir, kynntu skýrsluna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) 215. mál - meðhöndlun úrgangs Kl. 15:37
Frestað.

6) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00