44. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 31. mars 2014 kl. 09:37


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:37
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:37
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:37
Brynhildur S. Björnsdóttir (BSB) fyrir RM, kl. 09:37
Svandís Svavarsdóttir (SSv) fyrir KJak, kl. 09:37
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:37

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Brynjar Níelsson boðaði forföll.
Birgir Ármannsson og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Svandís Svavarsdóttir vék af fundi kl. 10:52.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:48
Fundargerð 43. fundar samþykkt athugasemdalaust.

2) 284. mál - umferðarlög Kl. 09:49
Á fund nefndarinnar mættu Margrét Júlía Rafnsdóttir og Þóra Jónsdóttir frá Barnaheillum, Einar Jónsson, Árni Davíðsson og Morten Lange frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Tyrfingur Guðmundsson frá Hópferðafélaginu Guðmundi Tyrfingssyni ehf., Grétar H. Guðmundsson, Davíð Sveinsson og Jón Sigurðsson frá Landssambandi vörubifreiðaeigenda, Björn Jón Bragason og Óskar Stefánsson frá Félagi hópferðaleyfishafa, Ársæll Hauksson, Haraldur Þórarinsson og Halldór Halldórsson frá Landssambandi hestamannafélaga, Daníel Reynisson og Marta Jónsdóttir frá Samgöngustofu, Stefán Erlendsson og Auður Þóra Árnadóttir frá Vegagerðinni og Björgvin Þór Guðnason og Guðbrandur Bragason frá Ökukennarafélagi Íslands. Gestirnir fóru yfir umsagnir sínar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 60. mál - raflínur í jörð Kl. 11:05
Formaður lagði til að umsögn yrði afgreidd úr nefndinni um málið. Það var samþykkt athugasemdalaust. Á umsögninni voru allir nefndarmenn.

4) Önnur mál Kl. 11:59
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00