58. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 143. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. júní 2014 kl. 18:15


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 18:22
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 18:22
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 18:22
Brynjar Níelsson (BN), kl. 18:22
Fjóla Hrund Björnsdóttir (FHB) fyrir HE, kl. 18:22
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir JÞÓ, kl. 18:28
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 18:22
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir RM, kl. 18:22
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 18:22

Nefndarritari: Þórunn Pálína Jónsdóttir

Helgi Hrafn var seinn vegna þingflokksformannafundar.

Bókað:

1) 616. mál - frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair Kl. 18:29
Nefndin fékk á sinn fund Sigurberg Björnsson og Björn Frey Björnsson frá Innanríkisráðuneytinu, Magnús Pétursson ríkissáttasemjara, Jón Sigurðsson, Maríus Sigurjónsson og Óskar Einarsson frá Flugvirkjafélagi Íslands, Guðmund Pálsson, Björgólf Jóhannsson og Svala Björgvinsson frá Icelandair, Þorstein Víglundsson frá Samtökum atvinnulífsins, Magnús Norðdahl frá Alþýðusambandi Íslands, Ástráð Haraldsson og Hrafnhildi Stefánsdóttur. Gestirnir fóru yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Afgreidd voru meirihluta og minnihlutaálit.

2) Önnur mál Kl. 20:45
Katrín Júlíusdóttir bókaði að hún væri ósátt við afgreiðslu málsins því það var ekki fullklárað og ekki var gefin tími til fyrirspurna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 21:00