3. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 24. september 2014 kl. 09:10


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:36
Páll Valur Björnsson (PVB) fyrir Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:10

Höskuldur Þórhallsson og Elín Hirst höfðu boðað forföll. Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Reglugerð 1062/2013 um framsetningu evrópsks tæknimats fyrir byggingarvörur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Hafstein Pálsson, Kjartan Ingvarsson og Ásdísi Auðunsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Reglugerð 157/2014 um skilyrði fyrir aðgengilegri yfirlýsingu á vefnum um nothæfi fyrir byggingarvörur Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Kjartan Ingvarsson og Ásdísi Auðunsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Tilskipun 2010/75/ESB er varðar losun mengunarefna frá iðnaði. Kl. 09:32
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Steinunni Fjólu Sigurðardóttur, Kjartan Ingvarsson og Ásdísi Auðunsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti. Kynntu þau málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Reglugerð 452/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslumeðferð sem tengjast flugrekstri rekstraraðila í þriðja landi Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur, Gunnar Örn Indriðason og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

5) Tilskipun 2011/76 um álagningu gjalda á þungaflutningabifreiðar fyrir notkun á tilteknum grunnvirkjum Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur, Gunnar Örn Indriðason og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

6) Reglugerð 361/2014 um stöðlun skjala sem fylgja fólksflutningum á vegum milli ríkja Kl. 10:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur, Gunnar Örn Indriðason og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

7) Tilskipun 2014/47 um vegaskoðun ökutækja Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur, Gunnar Örn Indriðason og Rúnar Guðjónsson frá innanríkisráðuneyti. Kynntu þau efni málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

8) 53. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 10:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. október.

9) 54. mál - byggingarvörur Kl. 10:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. október

10) 74. mál - jarðalög Kl. 10:15
Nefndin fjallaði ekki um málið þar sem því var ranglega vísað til umhverfis- og samgöngunefndar en átti að vera vísað til atvinnuveganefndar.

11) 102. mál - umferðarlög Kl. 10:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 10. október.

12) Ferð umhverfis- og samgöngunefndar um Vestfirði. Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um fyrirhugaða ferð um Vestfirði.

13) Önnur mál Kl. 10:24
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:24