8. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 20. október 2014 kl. 09:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:05
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Björn Valur Gíslason (BVG) fyrir Svandísi Svavarsdóttur (SSv), kl. 09:30
Elín Hirst (ElH), kl. 09:05
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05
Vilhjálmur Bjarnason (VilB) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 10:48

Róbert Marshall vék af fundi kl. 10:40.
Helgi Hrafn Gunnarsson vék af fundi kl. 10:55.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 102. mál - umferðarlög Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurberg Björnsson frá innanríkisráðuneyti. Kynnti hann efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Lokun vefsíðu tengdri samtökunum Ríki Islam Kl. 09:45 - Opið fréttamönnum
Nefndin fjallaði um lokun á vefsíðu tengdri samtökunum Ríki Islam. Á fund nefndarinnar komu Jens Pétur Jensson, Ingimundur Sigurpálsson, Steindór Dan Jensson og Maríus Ólafsson frá Isnic, Guðríðr Svana Björnsdóttir frá Advania, Friðrik Skúlason, Eiríkur Jónsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, Sigurbergur Björnsson og Vera Sveinbjörnsdóttir frá innanríkisráðuneyti og Kristján Andri Stefánsson og Pétur Gunnar Thorsteinsson frá utanríkisráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40