11. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 3. nóvember 2014 kl. 08:43


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:43
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:43
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:43
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 08:50
Elín Hirst (ElH), kl. 08:43
Róbert Marshall (RM), kl. 08:43
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 08:43
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 08:43

Helgi Hrafn Gunnarsson hafði boðað forföll.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 08:43
Fundargerðir 3.-6. fundar og 8.-10. fundar voru samþykktar.

2) Tilskipun 2012/19/ESB er varðar raf- og rafeindatækjaúrgang. Kl. 08:43
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

3) Reglugerð (ESB) nr. 574/2014 um breytingu á viðauka III við reglugerð (ESB) nr. 305/2011 (markaðssetning byggingarvara) Kl. 08:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

4) Reglugerð (ESB) nr. 568/2014 um breytingu á V. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 305/2011 (mat á nothæfi byggingarvara) Kl. 08:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kjartan Ingvarsson og Laufeyju Helgu Guðmundsdóttur frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

5) 53. mál - mat á umhverfisáhrifum Kl. 09:00
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Óla Grétar Blöndal Sveinsson og Sigurð Markússon frá Landsvirkjun, Gústaf Skúlason frá Samorku, Írisi Lind Sæmundsdóttur frá Orkuveitu Reykjavíkur, Már Sveinbjörnsson frá Hafnasambandi Íslands, Kristínu Lóu Ólafsdóttur og Svövu Svanborgu Steinarsdóttur frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Aðalstein Sigurðsson frá Skógrækt ríkisins og Jón Gunnar Ottósson og Trausta Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands.

6) 102. mál - umferðarlög Kl. 10:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Tyrfing Guðmundsson frá Guðmundi Tyrfingssyni og Grétar H. Guðnason, Davíð Sveinsson, Jón Sigurðsson, Stefán Grímsson og Sigurð Jónasson frá Landssambandi vörubifreiðaeigenda.

7) 26. mál - stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs Kl. 10:55
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti.

8) 5. mál - hafnalög Kl. 10:56
Nefndin fjallaði um málið.

9) 54. mál - byggingarvörur Kl. 10:58
Nefndin fjallaði um málið.

10) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00