12. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 5. nóvember 2014 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:00
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 09:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 10:20

Ásmundur Friðriksson vék af fundi kl. 9:50.
Elín Hirst vék af fundi kl. 11:00.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið samkvæmt umsagnarbeiðni frá atvinnuveganefnd og fékk á sinn fund Þór Ellen Þóhallsdóttur og Herdísi Helgu Schopka frá verkefnastjórn rammaáætlunar, Óla Grétar Blöndal Sveinsson og Svein Kára Valdimarsson frá Landsvirkjun, Árna Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands, Björgvin G. Sigurðsson frá Ásahreppi, Ágúst Sigurðsson frá Rangárþingi ytra, Björgvin Skafta Bjarnason og Kristófer Tómasson frá Skeiða- og gnúpverjahreppi, Anne Freja Amsich og Guðmund Inga Guðbrandsson frá Landvernd, Helgu Tryggvadóttur og Önnu Sigríði Valdimarsdóttur frá Sól á Suðurlandi og Odd Bjarnason frá veiðifélagi Þjórsár.

2) 102. mál - umferðarlög Kl. 10:20
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Daníel Reynisson og Mörtu Jónsdóttur frá Samgöngustofu, Pál Guðjónsson og Hauk Eggertsson frá Landssamtökum hjólreiðamanna, Gunnstein Sigfússon og Jóhann Sigfússon frá Netökuskólanum, Knút Halldórsson frá Samtökum ökuskóla og Gunnar Gunnarsson, Njál Gunnlaugsson og Hrönn Bjargar Harðardóttir frá Sniglunum.

3) 5. mál - hafnalög Kl. 11:10
Framsögumaður lagði til að málið yrði afgreitt með nefndaráliti sem allir viðstaddir voru sammála.

Að nefndaráliti standa: HöskÞ, KaJúl, HE, VilÁ, SSv, RM og HHG með fyrirvara.

4) 54. mál - byggingarvörur Kl. 11:12
Framsögumaður lagði til að málið yrði afgreitt með nefndaráliti sem allir viðstaddir voru sammála.

Að nefndaráliti standa: HöskÞ, KaJúl, HE, VilÁ, SSv og RM.

5) Reglugerð (ESB) nr. 568/2014 um breytingu á V. viðauka reglugerðar (ESB) nr. 305/2011 (mat á nothæfi byggingarvara) Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

6) Reglugerð (ESB) nr. 574/2014 um breytingu á viðauka III við reglugerð (ESB) nr. 305/2011 (markaðssetning byggingarvara) Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

7) Reglugerð (ESB) nr. 1062/2013 um framsetningu evrópsks tæknimats fyrir byggingarvörur Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

8) Reglugerð (ESB) nr. 157/2014 um skilyrði fyrir aðgengilegri yfirlýsingu á vefnum um nothæfi fyrir byggingarvörur Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

9) Reglugerð (ESB) nr. 452/2014 um tæknikröfur og stjórnsýslumeðferð sem tengjast flugrekstri rekstraraðila í þriðja landi Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

10) Reglugerð (ESB) 167/2013 er varðar dráttarvélar. Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

11) Reglugerð (ESB) nr. 3/2014 til viðbótar reglugerð (ESB) nr. 168/2013 er varðar bifhjól Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

12) Tilskipun 2012/19/ESB er varðar raf- og rafeindatækjaúrgang. Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

13) Tilskipun 2010/75/ESB er varðar losun mengunarefna frá iðnaði. Kl. 11:15
Nefndin afgreiddi álit um málið til utanríkismálanefndar.

14) Önnur mál Kl. 11:15
Formaður vék að sameiginlegum fundi atvinnuveganefndar og umhverfis- og samgöngunefndar í fyrramálið um málefni Reykjavíkurflugvallar.

SSv óskaði eftir upplýsingafundi um vinnu við gerð mats á umhverfisáhrifum fyrir háspennulínu og veg yfir Sprengisand.

Fundi slitið kl. 11:30