14. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 12. nóvember 2014 kl. 09:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:12
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:10
Elín Hirst (ElH), kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:35
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:12

Helgi Hrafn Gunnarsson hafði boðað forföll.
Vilhjálmur Árnason vék af fundi kl. 10.
Birgir Ármannsson vék af fundi kl. 10:40.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Fundargerði 7., 11. og 12. fundar voru samþykktar.

2) 157. mál - vegalög Kl. 09:05
Nefndin tók til umfjöllunar 157. mál og fékk á sinn fund Björn Frey Björnsson og Ástu Sóllilju Sigurbjörnsdóttur frá innanríkisráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Vinna við mat á umhverfisáhrifum vegna háspennulínu og vegar um Sprengisand Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um vinnu við mat á umhverfisáhrifum vegna háspennulínu og vegar um Sprengisand. Á fund nefndarinnar komu Hreinn Haraldsson frá Vegagerðinni, Guðmundur Ásmundsson og Sverrir Jan Norðfjörð frá Landsneti, Ásdís Hlökk Theodórsdóttir og Rut Kristinsdóttir frá Skipulagsstofnun, Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Sigríður Bylgja Sigurjónsdóttir frá Landvernd og Árni Finnsson frá Náttúruverndarsamtökum Íslands.

4) 29. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 4.desember.

5) 32. mál - millilandaflug um Hornafjarðarflugvöll Kl. 11:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 4. desember.

6) Önnur mál Kl. 11:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:05