15. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 17. nóvember 2014 kl. 09:30


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 10:00
Elín Hirst (ElH), kl. 09:30
Helgi Hrafn Gunnarsson (HHG), kl. 09:30
Róbert Marshall (RM), kl. 09:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:30
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:30

Katrín Júlíusdóttir var fjarverandi vegna fundar þingmannanefndar EFTA.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 157. mál - vegalög Kl. 09:30
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandí íslenskra sveitarfélaga, Gunnar Gunnarsson og Auði Þóru Árnadóttur frá Vegagerðinni, Árna Jóhannsson frá Samtökum iðnaðarins, Lísbet Einarsdóttur frá Samtökum verslunar og þjónustu og Gunnar Val Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

2) 5. mál - hafnalög Kl. 10:05
Nefndin ræddi málið.

3) 121. mál - millilandaflug um Vestmannaeyjaflugvöll og Ísafjarðarflugvöll Kl. 10:12
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 4. desember.

4) 244. mál - áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða Kl. 10:13
Nefndin ræddi málið.

5) 321. mál - stefna stjórnvalda um lagningu raflína Kl. 10:20
Nefndin ræddi málsmeðferð málsins.

6) 305. mál - raforkulög Kl. 10:20
Nefndin ræddi málsmeðferð málsins.

7) Önnur mál Kl. 10:22
Formaður vakti máls á því að nefndin myndi flytja frumvarp til breytinga á skipulagslögum. Verður málið rætt nánar á næsta fundi nefndarinnar.

Nefndin ákvað að Helgi Hrafn Gunnarsson yrði framsögumaður 28. máls.

Fundi slitið kl. 10:30