35. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 2. mars 2015 kl. 09:30


Mættir:

Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásta Guðrún Helgadóttir (ÁstaH) fyrir Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 09:30
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:30
Elín Hirst (ElH), kl. 09:30
Róbert Marshall (RM), kl. 09:30
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:40

Höskuldur Þórhallsson og Vilhjálmur Árnason höfðu boðuð forföll.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:30
Fundargerðir 28.-33. fundar voru samþykktar.

2) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 09:30
Nefndin fékk á sinn fund Elías Blöndal frá Bændasamtökum Íslands, Brynjólf Jónsson frá Skógræktarfélagi Íslands, Birki Snæ Fannarsson frá Landgræðslu ríkisins og Gunnar Val Sveinsson og Einar Torfa Finnsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar. Gerðu gestirnir grein fyrir umsögnum sínum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 424. mál - loftslagsmál Kl. 10:30
Á fund nefndarinnar komu Kristín Linda Árnadóttir, Þorsteinn Jóhannsson og Hilda Guðný Svavarsdóttir frá Umhverfisstofnun, Hólmfríður Sigurðardóttir og Íris Lind Sæmundsdóttir frá Orkuveitu Reykjavíkur og Gústaf Adolf Skúlason frá Samorku. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00