36. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 4. mars 2015 kl. 09:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:05
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:05
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:05
Róbert Marshall (RM), kl. 09:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:05
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:05

Birgir Ármannsson, Elín Hirst og Jón Þór Ólafsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 09:05
Samþykkt fundargerða var frestað.

2) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar komu Björn Karlsson frá Mannvirkjastofnun, Margrét Hallgrímsdóttir frá Þjóðminjasafni Íslands og Trausti Baldursson frá Náttúrufræðistofnun Íslands. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 455. mál - náttúrupassi Kl. 09:45
Á fund nefndarinnar komu Rannveig Ólafsdóttir prófessor í ferðamálafræði frá Háskóla Íslands, Ásborg Arnþórsdóttir ferðamálafulltrúi Bláskógabyggðar og Anna Dóra Sæþórsdóttir frá Líf-og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands.

4) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 10:20
Auk gesta við fyrri dagskrárlið kom á fundinn Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

5) 455. mál - náttúrupassi Kl. 10:40
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Helga Árnadóttir frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

6) 560. mál - landmælingar og grunnkortagerð Kl. 11:40
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 20. mars.

7) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40