45. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 13. apríl 2015 kl. 09:10


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:10
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:10
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:10
Elín Hirst (ElH), kl. 09:10
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:10
Vilhjálmur Árnason (VilÁ), kl. 09:15

Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna fundar í stjórnarskrárnefnd.
Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerð. Kl. 10:55
Fundargerðir 40. - 44. fundar voru samþykktar.

2) 504. mál - farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni Kl. 09:10
Á fund nefndarinnar komu Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Ólafur Bjarnason og Erna Hrönn Geirsdóttir frá Reykjavíkurborg og Jóhannes Sævar Rúnarsson, Einar Kristjánsson og Bryndís Haraldsdóttir frá Strætó bs. Gerðu þau grein fyrir umsögnum sínum og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Þegar framangreindir gestir höfðu yfirgefið fundinn komu á fundinn Gunnar Valur Sveinsson frá Samtökum ferðaþjónustunnar og Halldór Árnason frá Samtökum atvinnulífsins. Gerðu gestirnir grein fyrir umsögnum sínum og athugasemdum.

3) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:55