49. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 27. apríl 2015 kl. 10:05


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 10:05
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 10:05
Elín Hirst (ElH), kl. 10:05
Geir Jón Þórisson (GJÞ), kl. 10:05
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 10:05
Róbert Marshall (RM), kl. 10:05
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 10:05

Róbert Marshall vék af fundi kl. 10:55.
Birgir Ármannsson var fjarverandi vegna annarra þingstarfa.
Haraldur Einarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 504. mál - farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni Kl. 10:05
Nefndin hélt áfram umfjöllun sinni um málið og fékk á sinn fund Tryggva Axelsson og Matthildi Sveinsdóttur frá Neytendastofu og Þórir Garðarsson frá Iceland Excursions.

2) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 10:35
Nefndin ræddi málið.

3) 511. mál - stjórn vatnamála Kl. 10:58
Nefndin ræddi málið.

4) 512. mál - meðferð elds og varnir gegn gróðureldum Kl. 10:57
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

5) Önnur mál Kl. 10:40
Ákveðið var að Jón Þór Ólafsson skyldi vera framsögumaður 28. máls - jafnt aðgengi að internetinu.
Jón Þór Ólafsson óskaði eftir að 28. mál væri tekið á dagskrá og afgreitt sem nefndin ræddi. Formaður lagði til að málið yrði á dagskrá næsta fundar og þá yrði tillaga um afgreiðslu málsins tekin fyrir. Var þetta samþykkt.
Nefndin ræddi starf næstu funda og óskir nefndarmanna um að þingmannamál yrðu tekin til umfjöllunar.

Fundi slitið kl. 11:00