52. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 6. maí 2015 kl. 09:00


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 09:00
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 09:30
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgir Ármannsson (BÁ), kl. 09:25
Elín Hirst (ElH), kl. 09:00
Geir Jón Þórisson (GJÞ), kl. 09:00
Róbert Marshall (RM), kl. 09:00
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:00

Jón Þór Ólafsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) Fundargerðir. Kl. 09:00
Samþykktum fundargerða var frestað.

2) 629. mál - verndarsvæði í byggð Kl. 09:00
Nefndin fjallaði um málið samkvæmt umsagnarbeiðni allsherjar- og menntamálanefndar og fékk á sinn fund Sigurð Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti, Ásdísi Hlökk Theódórsdóttur og Ottó Björgvin Óskarsson frá Skipulagsstofnun og Guðjón Bragason og Þóru Björgu Jónsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 689. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Trausti Valsson og Birgir Jónsson frá Háskóla Íslands.

4) 427. mál - uppbygging innviða fyrir ferðamenn til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum Kl. 11:05
Formaður lagði til að málið yrði afgreitt sem var samþykkt.

Að áliti meiri hlutans standa: HöskÞ, HE, BÁ, ElH og GJÞ.

5) 504. mál - farþegaflutningar á landi í atvinnuskyni Kl. 11:30
Nefndin ræddi málið.

6) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45