54. fundur
umhverfis- og samgöngunefndar á 144. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 11. maí 2015 kl. 08:35


Mættir:

Höskuldur Þórhallsson (HöskÞ) formaður, kl. 08:35
Katrín Júlíusdóttir (KaJúl) 1. varaformaður, kl. 08:35
Haraldur Einarsson (HE) 2. varaformaður, kl. 08:35
Brynjar Níelsson (BN) fyrir Elínu Hirst (ElH), kl. 10:48
Geir Jón Þórisson (GJÞ), kl. 08:35
Jón Þór Ólafsson (JÞÓ), kl. 08:35
Róbert Marshall (RM), kl. 09:10
Sigríður Á. Andersen (SÁA) fyrir Birgi Ármannsson (BÁ), kl. 10:48
Svandís Svavarsdóttir (SSv), kl. 09:40

Höskuldur Þórhallsson vék af fundi kl. 9 og kom aftur kl. 10.

Nefndarritari: Heimir Skarphéðinsson

Bókað:

1) 672. mál - siglingalög Kl. 08:35
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Örn Indriðason og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) 674. mál - Samgöngustofa og loftferðir Kl. 08:40
Á fund nefndarinnar komu Gunnar Örn Indriðason og Björn Freyr Björnsson frá innanríkisráðuneyti sem kynntu efni frumvarpsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 689. mál - landsskipulagsstefna 2015--2026 Kl. 09:00
Á fund nefndarinnar komu Steinunn Fjóla Sigurðardóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og Ásdís Hlökk Theódórsdóttir og Einar Jónsson frá Skipulagsstofnun. Kynntu þau efni tillögunnar og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 690. mál - efnalög Kl. 10:05
Á fund nefndarinnar kom Steinunn Fjóla Sigurðardóttir frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti og kynnti efni frumvarpsins og svaraði spurningum nefndarmanna.

5) 166. mál - plastpokanotkun Kl. 10:15
Á fund nefndarinnar komu Bryndís Skúladóttir frá Samtökum iðnaðarsin, Samtökum atvinnulífsins og Samtökum verslunar og þjónustu, Elva Rakel Jónsdóttir og Gunnlaug Einarsdóttir frá Umhverfisstofnun og Helgi Lárusson frá Endurvinnslunni.

6) 26. mál - stofnun Hofsjökulsþjóðgarðs Kl. 10:55
Umfjöllun málsins var frestað.

7) 28. mál - jafnt aðgengi að internetinu Kl. 10:55
Nefndin ræddi málið.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00